25.5.2006

Er dómsdagur að nálgast?

Í gær og í dag hef ég átt mjög undarlegar veður-upplifanir.

Seinni partinn í gær skrapp ég útá vídeóleigu í ágætis veðri. Þegar ég hafði verið úti í 1/2 mínútu fór ísklumpum að rigna af himnum ofan. Ég fór inná leiguna og þegar ég kom út var komin úrhellis rigning. Á 1-2 mínútnu göngu minni heim náði ég að gegnblotna, alveg inn að nærfötum. Ég held ég hafi ekki lent í hvílíkri rigningu síðan í Honduras 1989. Stuttu eftir að ég kom heim fór sólin að skína.

Í dag sat ég inní stofu og las með sólina í andlitið þegar ég heyrði þessar svakalegu þrumur, og svo aftur, og aftur. Þeim fylgdu síðan eldingar og svo enn meiri þrumur og eldingar. Allan tíman sat ég böðuð sólargeislum í sófanum nema hvað 2 regndropar vættu rúðuna.

Mér finnst þetta allt saman mjög dularfullt og spennandi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim