21.12.2004

Síðasti söludagur

Ég ákvað um daginn að reyna að borða það sem til er þar sem ég er að flytja.
Í fyrradag borðaði ég hrisgrjón með smjöri og salti (mun betra en það hljómar). Í gær borðaði ég afganginn af hrisgrjónunum með spældu eggi, eggin voru reyndar á síðasta söludag í enda nóv. en ég lét mig hafa það. Ég verð að segja að hrísgrjón með smjöri eru betri en með spældu.
Í kvöld hugðist ég svo ráðast á Ora fiskbúðinginn sem ég held að ég hafi futt með mér frá Laugarvatni. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég rek augun í þessar oradósir og velti fyrir mér hvað ég var að hugsa þegar ég keypti þær, því mig langar aldrei nokkurntíman í þær. Núna hinsvegar ákvað ég að kíla á það og opnaði dósina, mér fannst búðingurinn frekar undarlega bleikur á litinn en þegar ég kíkti á síðasta söludag sá ég ástæðuna... best fyrir... fyrir ári síðan. Ég var byrjuð að sjóða vatn&mjölk fyrir kartöflumúsina sem ég ætlaði að hafa með, þannig að ég ákvað að skoða hina dósina sem mig minnti að ég ætti... sama sagan best fyrir löngu síðan. Þá gerðist það undarlega, ég sá þriðju dósina. Hvernig er hægt að eiga þrjár dósir af einhverju sem mig langar aldrei í? heppnin með mér, siðasti söludagur einhverntíman 2007.
Ég skelli búðingnum á pönnuna og ræðst á pakkamúsina þar sem vatnið var soðið. Þegar ég opna pokann finnst mér innihaldið fremur einkennilegt, kíki á minnst holdbar á botninum- einhverntíman snemma árs 2003. Pínu fyndið, hugsa að þetta sé nú allt í lagi þar sem ég vissi að ég ætti einhverja kassa af kúskús í skápnum, best before síðla 2003, 3 kassar - í ruslið með það. Það fer minnkandi í skápnum, niðusoðinn ananas, ekki góður með fiskbúðing, niðursoðnir tómatar ekki heldur.
Ég sé danskar bakaðar baunir, kíki á botninn, skil ekki alveg hvort þeim var sprautað í dósina i janúar 2004 eða hvort það var síðasti söludagur. Fiskbúðingurinn var farinn að kólna á pönnunni, ég tek smá smakk af baununum, ekkert svo vondar, þannig að ég hita þær snökkt og skelli þeim á diskinn með fiskbúðingnum. Þegar ég smakka á þeim heitum fer ég dálítið að óttast um heilsu mína, ákveð að borða bara búðinginn.
En ég er ekki orðin södd, kíki aftur í skápinn, minnti að ég ætti núðlusúpu - mér til mikillar ánægju á ég ekki bara einn pakka heldur tvo, get valið. Kíki samt á síðasta söludag til öryggis... annar pakkinn útrunnin fyrir ári síðan, á hinum er ekki dagsetning, ákveð að skella honum í pottinn... fínar núðlur, með sveppabragði.
Það sem ég skil ekki er hversvegna í ósköpunum það kemur af og til yfir mig þessi þörf að kaupa einhvern óbjóð í pökkum og niðursuðudósum.Það er næsta víst að ég legg ekki í að borða þesshátar nema í algjöru hallæri eða af hreinni skyldurækni eins og komið hefur yfir mig núna. Þegar að þessum aðstæðum kemur er síðasti söludagur löngu runninn upp og allt jukkið fer í tunnuna, er ekki bara eins gott að gera ekki ráð fyrir þessum aðstæðum og halda sig við seríósið þegar allt annað bregst?!?!?

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bloggið.
Langaði bara að minna þig á að kíkja á dagsetningarnar á mjólkinni áður en þú hellir henni yfir Cheriosið. Verra að skemma það ef lítið annað er til þar sem það er alveg hægt að borða það þurt ef í hart fer.;) Vonandi muntu þó ekki fara að svelta.
Kv. Fríða

12:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bloggið, ég fylgist með því. Kv. Jóna Gréta

9:13 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim