Jólin komin heim
Jahérna, klukkan rétt um sex á Þorláksmessu og jólin eru barasta tilbúin hjá mér. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn skipulögð og framsýn fyrir jól og nú. Það eru ekki nema tveir dagar síðan mér fannst ég ætti eftir að sigra heiminn áður en jólin gætu hafist og sigurinn er unninn.
Í fyrrinótt tókst mér nokkuð sem mér hafði fundist óyfirstíganlegt síðan snemma í haust - að klára ritgerð. Ég byrjaði að kíkja á hana kvöldinu áður en fannst ég ekki ná neinu sambandi við hana, lagði hana því frá mér. Seinni partinn fór ég svo að vinna heimildaskránna til að reyna að koma mér í gang en það var ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar, eftir að hafa vaskað upp, vökvað blómin, brotið saman þvott, horft á Amy dómara klökka yfir örlögum glæpamanns og spilað kapal þar til mér fannst ég ósigrandi að ég settist niður með ritgerðinni... uppú miðnætti.
Kl 5:30 um morguninn var ég komin með ritgerð sem ég var sátt við. Þá var bara að koma ró á mjög virkt heilabú mitt og hófst þá annað ferli, busta, hátta, netið, kapall, lesa, horfa á mynd og semja svosem 2-3 aðrar ritgerðir í höfðinu á meðan. Uppúr 8 held ég að svefninn hafi loks læðst að mér og ég formlega komin í skólajólafrí.
Gær bara vinna og rólegheit. Í dag kom ég svo jólum í hús, þrífa, skreyta og klára að pakka gjöfum. Ég skil ekkert með þessa pakkaborða, það er alltaf einhver límmiði á þeim sem segir manni hversu margir metrar eru á rúllunni, en ég er alveg viss um að það er ekki dregin frá sá metrafjöldi sem fer til spillis út af þessum límmiða. Ætti að standa 5m - 1 1/2 m í límmiða. Ég er alltaf að misreikna mig á þessu, finnst ég eiga úrval borða og kemst svo að því að þetta eru allt afgangar sem komnir eru að límmiðanum.
Er að hugsa um að sækja það sem uppá vantar af jólastemningunni niðrí bæ á eftir, ef ég þori aftur út í kuldann, fá mér kannski heit kakó og njóta þess að eiga frí.
Til ykkar allra, ef ég á ekki eftir að koma fyrir jól...
Gleðileg jól... friður og ást
Í fyrrinótt tókst mér nokkuð sem mér hafði fundist óyfirstíganlegt síðan snemma í haust - að klára ritgerð. Ég byrjaði að kíkja á hana kvöldinu áður en fannst ég ekki ná neinu sambandi við hana, lagði hana því frá mér. Seinni partinn fór ég svo að vinna heimildaskránna til að reyna að koma mér í gang en það var ekki fyrr en mörgum klukkustundum síðar, eftir að hafa vaskað upp, vökvað blómin, brotið saman þvott, horft á Amy dómara klökka yfir örlögum glæpamanns og spilað kapal þar til mér fannst ég ósigrandi að ég settist niður með ritgerðinni... uppú miðnætti.
Kl 5:30 um morguninn var ég komin með ritgerð sem ég var sátt við. Þá var bara að koma ró á mjög virkt heilabú mitt og hófst þá annað ferli, busta, hátta, netið, kapall, lesa, horfa á mynd og semja svosem 2-3 aðrar ritgerðir í höfðinu á meðan. Uppúr 8 held ég að svefninn hafi loks læðst að mér og ég formlega komin í skólajólafrí.
Gær bara vinna og rólegheit. Í dag kom ég svo jólum í hús, þrífa, skreyta og klára að pakka gjöfum. Ég skil ekkert með þessa pakkaborða, það er alltaf einhver límmiði á þeim sem segir manni hversu margir metrar eru á rúllunni, en ég er alveg viss um að það er ekki dregin frá sá metrafjöldi sem fer til spillis út af þessum límmiða. Ætti að standa 5m - 1 1/2 m í límmiða. Ég er alltaf að misreikna mig á þessu, finnst ég eiga úrval borða og kemst svo að því að þetta eru allt afgangar sem komnir eru að límmiðanum.
Er að hugsa um að sækja það sem uppá vantar af jólastemningunni niðrí bæ á eftir, ef ég þori aftur út í kuldann, fá mér kannski heit kakó og njóta þess að eiga frí.
Til ykkar allra, ef ég á ekki eftir að koma fyrir jól...
Gleðileg jól... friður og ást
4 Ummæli:
Gleðileg jól, og hvernig var svo bæjarferðin?
Gleðileg jól og takk fyrir okkur héðan frá UK
Jóna Gréta
Halló, halló.
Gleðileg jól frænka og hafðu það sem allra best hér heima sem og í erlendu löndunum. Sjáumst vonandi þegar fer að vora :-) Þú ert alltaf velkomin til okkar hingað í sveitina.
Kveðja frá Fríðu og fjölskyldu í Grundó.
Takk fyrir góðar kveðjur. Bærinn var fínn.
Fríða, ég á pottþétt eftir að kíkja til ykkar, bæði á grundó og hlakka líka mikið til að sjá höllina fyrir vestan.
kv. Sif
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim