13.6.2006

Í gær var ég pölsa

Seinni partinn í gær hugsaði ég: ef maður er það sem maður borðar, þá er ég pulsa... og í allt gærkvöld leið mér eins og pulsu. Í morgun vaknaði ég og var þá laus við pulsuheilkennið og áttaði mig á því að ég hef bara borðað 2 pölsur síðasta hálfa árið. Það vill bara svo illa til að það var 2 daga í röð. Þetta er svipuð reynsla og þegar ég borðaði makkdónalds 2svar sama sólarhringinn. Mér leið á undarlegan hátt eins og ég væri raunverulega að umbreytast í biggmakk og franskar... ekki góð tilfinning.
Merkilegt hvernig slorið tekur yfir. Mér líður aldrei eins og ég sé jarðaber, belgbaunir eða kúrbítur, mér líður bara vel.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

góður punktur!

var á fyrirlestri um daginn þar og heyrði: "Góðar venjur – erfitt að venja sig á en auðvelt að lifa með þeim, að sama skapi er auðvelt að venja sig á ósiði en erfitt að lifa með þeim"

hafðu það best!

1:22 f.h.  
Blogger Heiða sagði...

ég er grænmeti...hahaha. kannski bara kálhaus.

11:57 f.h.  
Blogger Sif sagði...

tíhí

2:34 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim