28.12.2004

Dagur milli sveita

Alveg ótrúlegt, ég er ekki alveg búin að ná áttum en ég hef sofið mína síðustu nótt á Holtsgötunni. Púfffffff, er núna um það bil að hefja mína fyrstu nótt sem óformleg Keflavíkurmær enn og aftur, verður ekki formlegt samkvæmt manntali fyrr en um áramót.
Merkilegt hvað lífið fer oft óvæntar og snöggar dýfur, það er þessi rússíbana tilfinning sem ég hef, mér finnst þetta alveg mjög gaman en samt með stein í maganum því ég veit ekki alveg hvað gerist. Mér finnst ég að einhverju leiti vera að yfirgefa einhvern öruggan stað og halda út í óvissuna, ég veit samt alveg hvaða föstu punktar verða á leiðinni.
Amma er algjör engill sem er og á eftir að gera allt sem hún getur til að láta mér líða vel hér hjá henni, og ég er henni mjög þakklát. Það er samt ekki það sama og að eiga eigin holu og ráða þar öllu.
Ég skildi íbúðina eftir eins og eftir sprengjuáras áðan þegar flutningabíllinn tók dótið, þ.e. það dót sem var tilbúið að fara. Þar sem ég bý/bjó í götu þar sem er bílastæðaskortur notaði ég tækifærið í dag þegar flestir voru að vinna og lagði bílnum mínum þannig að hann tók yfir ein 3 stæði og setti svo smá miða FRÁTEKIÐ fyrir framan til að flutningabíllinn kæmist að. Þetta er mikil herkænska, ég sá þetta gert í götunni um daginn og líklega eina leiðin til að flytja með góðu móti eftir 5 á daginn við þessa götu. Mér leið samt frekar undarlega að vera að þessu basli, en varð svo montin af því að hafa náð stæði fyrir flutningabílinn fyrir framan húsið að ég þorði ekki að hreyfa bílinn minn til að fara og ná i fleirri kassa til að geta klárað að pakka.
Núna ætla ég hinsvegar að róa hugann fyrir framan e-ð örugglega frekar ógáfulegt í sjónvarpinu.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár frá okkur í Biggin Hill

1:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðileg ár frá USA, og takk fyrir þau liðnu og vonandi er flensan farin.

3:26 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim