13.5.2005

ég er api í góðu skapi og afskiptaleysi kattarins

Ég fékk svakalega flott og skemmtilegt dót um daginn, svona creative zen micro, sem er svipað ipod bara flottara allavega hentar mér betur af því að það er míkrafónn sem ég get notað fyrir lokaverkefnið. Takk Jóna Gréta og takk Ásgeir, þið gerðuð þetta mögulegt!!! Það er alveg ótrúlegt hvað veraldlegir hlutir geta hjálpað til við að auka ánægju af lífinu. Núna er ég t.d. loksins farin að hlusta á B-day mixið sem ég fékk í afmælisgjöf, takk Heiða. Það er ótrúlega mikið skemmtilegra að bera út moggann með góða tónlist. Hinsvegar er þetta enn ein tæknigræjan sem ég þar að læra á því hún bíður uppá allskonar möguleika sem ég á eftir að kanna.

Annað er það úr Keflavíkinni að frétta að kötturin hún Táta, ekki svo káta, er að taka mig í sátt. Ég sá einhverntíman spakmæli sem var einhvernveginn á þann veg "you haven´t tried anything until you have been ignored by a cat" og það hef ég fengið að reyna síðust 3 mánuði. Ég man ekki eftir því að nokkur köttur hafi farið eins illa með mig og Táta hefur endurtekið komið fram við mig undanfarna 3 mánuði, ég var alveg að niðurbroti komin þegar hún fór loksins að tala við mig núna í vikunni. Hún tekur á móti mér og heilsar þegar ég kem heim, biður um það sem hana vantar s.s. mat og ástúð. Í nótt svo kom hún í fyrsta skiptið svo ég viti til inní herbergið mig, stökk upp á borð við hliðina á rúminu mínu með miklum látum og starði svo á mig rannsakandi augum. Ég var svo hrærð yfir þessari óvæntu og löngu tímabæru athygli og virðingu sem hún sýndi mér með innliti sínu að ég varð bara ánægð yfir því að vera vakin í stað þess að þykja það miður sem mér fyndist við margar aðrar kringumstæður. Ég vona afskiptaleysi kattarins sé hér með lokið!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim