19.4.2005

ólgandi haf

Fór að vinna óvænt í gömlu vinnunni minni á sambýlinu um helgina sem leiddi af sér að ég fór í bíó að sjá The Pacifier sem er frekar vond mynd sem leiddi svo líklega af sér að mig langaði til að sjá góða bíómynd og ég fór og leigði mér Jet Lag og The sea inside, báðar mjög fínar myndir. Seinni myndin, sem er sannsöguleg, fjallar um mann sem hálsbrotnar af því hann er að hugsa um stelpu (einfaldað), verður lamaður fyrir neðan háls og ver næstu 28 árunum í að reyna að fá að deyja. Það er skelfileg tilhugsun að vilja fá að deyja en geta ekki drepið sig og fá engann til að hjálpa sér. Þó að myndin sé mjög góð finnst mér vanta heilmikið uppá að það sé lögð meiri áhersla á hversvegna hann vill deyja. Myndin fjallar miklu meira um lífið en dauðan og það er kannski þannig sem hún er að leggja áherslu á af hverju hann vill deyja... allavega báðar þess virði að sjá.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim