29.3.2005

Enn á lífi

Það mætti halda að það væri bara ekkert að gerast í Keflavík eða mínu lífi... málið er kannski bara það að það er fullt að gera og þegar það er loks komin ró þá dettur mér ekki í hug að skrifa e-ð.

Hér er búið að vera troðfullt hús undanfarnar vikur, brúðkaup og húllumhæ um helgina, strepptókokkar og aðrar bakteríur, vírusar og ofnæmi gert ursla á undangengnum vikum.

Ég var að velta því fyrir mér hvað fermingar eru merkilegar/asnalegar. Þetta er ein af þeim athöfnum sem hafa algjörlega glatað inntaki sínu í gegnum tíðina. Það er bara boðið í veislu sem maður fer með pakka í og eftir því sem ég las í viðtölum við verðandi fermingarbörn um daginn það vilja krakkarnir ekkert endilega pakka heldur bara beinharða peninga. Þetta er ekki einu sinni allt, ef maður vill svo taka þátt í þeirri stóru stund og horfa á börnin staðfesta skýrnarsáttmálan þá má maður það ekki nema að vera í kjarnafjölskyldunni því það er ekki pláss í kirkjunni. Væri ekki hægt að spara foreldrum allt stressið og veisluhöld og bara opna bankareikning og leggja inn aur.

Ég gældi lengi við þá hugmynd að af-fermast, að hafna staðfestingu skýrnarsáttmálans og halda veislu. Ég gæti haldið athöfn þar sem allir væru velkomnir þannig að þeir sem sáu mig ekki staðfesta hann í upphafi sæu mig þá allvega hafna honum að nýju og ég velti fyrir mér hvort fólk sæi ásæðu til að fagna slíkum tímamótum með mér með gjöfum.
Mér er það reyndar ekkert í mun lengur að af-fermast og vil miklu frekar fá fullt hús af gjafalausu fólki en tómt hús og bankabók með peningum. Ég held bara reglulega upp á afmælið mitt enda heppnari en flestir aðrir með það að finnast ég oftar hafa tilefni til að fagna. Það er náttúrulega skylduveisla á fjöguraára fresti og svo þessi hefðbundnu "stór-afmæli" 20, 30, 40 osfv. Ég kannski var að spá í hvort ég ætti nokkuð að vera að eltast við þau en var svo að uppgötva að 40 ára verður hlaupár og svo verður náttúrulega að halda uppá 50 ára, merkilegt að lifa í 1/2 öld og svo verður aftur hlaupár 60 ára þannig að það er hellingur af veislum framundan... Það sem mig langar þó til að verði næsti stóri fögnuður verði útskrift frá Bifröst en með hverju andartakinu sem ég læt það vera að læra er líklegra að lengra verði í þann fögnuð og því...

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Kuvurrrrslaggs!
Bara rumpa þessu af (segi ég sem á að vera að klára verkefni sem skila á á morgun).
Ehemm... aníhá.
Heyrumst fljótlega :)

9:33 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Ef að hipibbibb barbabrella myndi duga til að ég kæmist í stuð og gæti framkvæmt þá væri ég örugglega komin með doktorspróf og ég veit ekki hvað og hvað... :-)
Hitti reyndar hann Örn í dag og er að vinna í þessu öllu, hægt og bítandi

1:55 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim