6.2.2005

Sunnudagur

Í dag var ég aftur dugleg í túristaleiknum og skellti mér á mannfræðisafn Berlínarborgar. Það er staðsett nokkuð langt frá því sem ég bý í einbýlishúsahverfi sem kom mér mjög á óvart.

Þetta er mjög fínt safn sem hefur að geyma allskonar dýrgripi sem rænt hefur verið frá uppruna sínum. Þarna er nokkuð mikið af 2000 ára gömlum höggmyndum og munum frá Mexico, mið- og suður-ameríku, hellingur af yngra dóti frá eyjaálfu s.s. grímur, bátar, já og heilt karlahús (vantar reyndar karlana) og munir frá Asíu og norður ameríku líka.

Skrýtnasti og asnalegasti salurinn var ljósmyndasýning þar sem vestrænir menn höfðu fengið frumbyggja til að stilla sér upp í stúdíói fyrir framan málað landslag til að reyna að ná einhverjum raunveruleika sem þegar var hverfandi vegna áhrifa vesturlandabúa.

Ég verð alltaf pínu klofin þegar ég kem inná svona safn. Forvitninni minni þykir þetta skemmtilegt en á sama tíma finnst mér munirnir hafa misst hluta af merkingu sinni, það er nú líka kannski bara ein af afleiðingum safna.

Fínn sunnudagur


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim