10.1.2005

FÓ-KÚ

Ég sá í bláan himininn í dag, það var sól og vor í lofti og borgin alveg yndisleg.

Ég fór að versla smá og komst að þeirri niðurstöðu að afgreiðsludömum hér í borg finnst mikil truflun af viðskiptavinunum. Afgreiðsluherrarnir hinsvegar eru ljúfmennskan uppmáluð.

Jibbíjei...ég náði að eiga í samræðum á þýsku í pósthúsi þar sem ég gerði mig algjörlega skiljanlega og ég skildi því sem mér var svarað. Stuttu síðar reyndi ég að gera mig skiljanlega á kaffihúsi, það tókst hinsvegar ekki mjög vel. Ég er greinilega ágæt í þýsku á pósthúsinu en ekki endilega annarsstaðar.

Í kvöld fór ég á Volxkuchen sem er stytt í fókú og er fyrirbæri þar sem fólk kemur saman og borðar heimalagaðan mat á lágmarksverði. Troðfullur diskur af girnilegum grænmetisréttum kostar 2 evrur og kaka í eftirmat. Þetta er nokkuð algengt hér í borg. Fókúið sem ég fór á í kvöld er skipulagt af Black Girls Coalistion þar sem það er byrjað á að borða og maturinn seldur til síðasta bita. Unidir matnum spilar DJ Paislay Dalton sem er ein af the Black Girls sem gengur um eins og gyðja og er einn mesti töffari sem ég hef séð. Síðan er maturinn látinn sjattna við skemmtilega tónlist og þegar Paislay líst þannig á, slekkur hún ljósið og kvöldið endar í dansi. Frábær samsettning á kvöldi.






1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Umm, mig langar á svona Fó-Kú stað.
Hafðu það gott.

11:23 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim