Gleðilegt árið!!!
Jamm og já, þá er bara komið nýtt ár, ég er búin að ganga frá íbúðinni og sé hana líklega aldrei meir og flutt formlega til Keflavíkurborgar. Komst að því í gær að ég er stödd í skyndibita-helvíti þar sem nær enginn ætur skyndibiti er til sölu hér í bæ, bara gott mál... nema stundum.
Ég datt bæði á rassinn í hálkunni í dag og missti stjórn á bílnum mínum á 20 km hraða, fór alveg þvert á götuna og klessti næstum á staur. En hvorki menn né tæki urðu fyrir hnjaski þannig að þetta slapp í þetta skiptið.
Á morgun fer ég svo til útlanda, liggaliggalá, og vonandi verður þetta vetrar vesen að mestu þegar ég kem til baka.
Núna held ég að þvottavélin sé búin ætla að tékka á henni.
Ég datt bæði á rassinn í hálkunni í dag og missti stjórn á bílnum mínum á 20 km hraða, fór alveg þvert á götuna og klessti næstum á staur. En hvorki menn né tæki urðu fyrir hnjaski þannig að þetta slapp í þetta skiptið.
Á morgun fer ég svo til útlanda, liggaliggalá, og vonandi verður þetta vetrar vesen að mestu þegar ég kem til baka.
Núna held ég að þvottavélin sé búin ætla að tékka á henni.
1 Ummæli:
Gleðilegt ár, ég hélt að Keflavíkurborg hefði fengið nítt nafn sem ég vil og ætla ekki að skrifa því að ég neita að nota það. Góða skemtun.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim