12.1.2005

Dagur sjö

Um daginn stoppaði mig maður sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hann sagði mér langa sögu af því hvernig hann hafi misst af einhverjum bíl sem hann var búin að borga fyrirfram með nokkrum öðrum út í buskann og ætti ekki fyrir lestarfarinu þangað. Þegar hann þagnaði loks hafði ég tvær góðar ástæður fyrir því að gefa honum smá aur a) hann gæti verið að segja sannleikann og ef ég væri í sömu sprorum myndi ég vonast til þess að einhver hjálpaði mér b) hann lagði á sig langa og leiðinlega sögu í von um klink. Báðar ástæðurnar góðar og ég gaf honum smátterí.

Í dag var ég að ganga á svipuðum slóðum og ég sá gæjann, hann þekkti mig aftur og heilsaði með virktum... rétt svar - b)

Ég gekk um í dag með Ninu Hagen -The greatest hits- í eyrunum. Það eru mörg ár síðan ég hlustaði á hana síðast, alveg frábært að hlusta á hana hér í Berlín. Ég var svo niðursokkin í hlustun og hugsun að ég gleymdi sem snöggvast hvert ég var að fara. Þegar ég leit loks í kringum mig kannaðist ég ekkert við mig og hugsaði með mér hvað ég hafi nú verið utanvið mig síðast þegar ég gékk þarna. Eftir nokkra mínútur í viðbót áttaði ég mig á því að það var af því ég hafði aldrei verið þarna áður, ég var komin á alveg nýjar slóðir. Snéri við og fann mig aftur.

"... maður sér ekki vel nema með hjartanu... það mikilvægasta er ósýnilegt augunum..." (Litli prinsinn bls. 70)
Ég kláraði Litla prinsinn í dag, enn og aftur. Mæli með að allir lesa hana reglulega.

Berlín er fín borg en mikið svakalega hlakka ég til að koma til Barcelona á morgun.

Hasta la vista beíbís

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ Sif, reyndi að sms þig en tókst ekki (held ég). Hringdi á hótelið aftur, þeir finna ekki headphone-inn. Sorry. Búin að leita...
Veit ekki hvað þú getur gert meira.
Góða skemmtun í Barcelona
kveðja Jóna Gréta

4:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað er Litli prinsinn ?????

6:38 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Hæbb.
Ég hef eignast heddsett-tól fyrir skype-tólið og ég fékk mér meira að segja Litla Prinsinn á bókasafninu...
svo er bara að gera eitthvað við þetta nýja dót!

8:29 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Takk Jóna Gréta.

Dugleg stelpa Lára, ég kemst reyndar ekk i í neitt skype samband hér í BCN en vid leikum okkur seinna :-)

Litli Prinsinn er ein undursamlegasta bók sem skrifud hefur verid. Skildu lestur minnst einus sinni á ári...

5:15 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim