29.1.2005

Madrid

Ég fór nokkud óvaent til Madrid núna í vikunni. Var bedin um ad koma á FITUR sem er voda stór ferdasýning/rádsefna sú staersta í spánverjalandi a.m.k.

Sýningin sjálf var hin skemmtilegasta, tarna var haegt ad stinga litlu tá inní öll möguleg og ómöguleg lönd. Kína, Burma, Uruguay, Íran, Nepal, Etjópía, littla saeta Ísland og hvad eina. Mér fannst skemmtilegast í Lýbíu. Tar var mér bodid uppá te med möndlum inní eydimerkur tjaldi tar sem kallarnir lágu makindalega á marglitum púdum og mölludu teid.

Kuldinn hefur verid ógnvaenlgegur hér undanfarid. Mesti kuldi í áratugi. Tegar ég kom til Madridar kom í ljós ad hótelherbergid mitt hafdi verid bókad í ágúst í stad janúar tannig ad mér var komid fyrir á skítugu hosteli´. Tad sem ég hafdi mestar áhyggjur af var kuldinn en tad ad ástaedu lausu. Herbergid var vel kynnt, hrein rúmföt og handklaedi, en tad var líka tad eina sem hreint var.

Afinn á gistiheimilinu er ítalskur og sat fyrir framan sjónvarpid med húfu, í úlpunni og med dökk gleraugu og horfdi til skiptis á ítalska getrana/verdlauna leiki eda ítalska boltann í sjónvarpinu. Tó aldrei meira en órfáar mínútur í senn. Tarna var líka hundur, líklega álíka gamall og afinn.

Ég slóst tarna í för med 10-15 íslendingum sem voru á FITUR ásamt teim spánverjum sem vinna fyrir fyrirtaekin í Madrid. Fyrra kvöldi fórum vid út ad borda á aedislegum sjávarréttarstad og tad seinna fórum vid svoldid upp í sveit og bordudum í einhverskonar helli. Eins og íslendinga er von og vísa var töluvert drukkid (enda ótakmarkad áfengi innifalid í verdi), svoldid sungid og raedur haldnar.

Tad fyndnasta í ferdinni var tegar einn úr hópnum tók sig til og gaf einum betlaranum 50 evrur. Betlarinn var mjög boginn í baki og bar sig illa. Hann var med nokkud stórann kassa med smá klinki í og tegar Tóti gaf honum 3 evrur bad hann um meira. Tóti sprurdi, hversu mikid, og sá gamli, 20 evrur. Tóti fór í vasann og spurdi, af hverju tá ekki bara 50... Ég hef aldrei á aevi minni séd gladari manneskju. Hann hoppadi upp hrópandi jibbíjei, taemdi kassann, henti honum frá sér og hljóp dansandi nidur götuna og hoppadi uppá bekki í leidinni.
Ef tetta gledi sem haegt er ad kaupa fyrir 4 túsund kall er tad svo sannarlega tess virdi.



0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim