11.2.2005

Daumar

Ég er alveg viss um að mig dreymdi einhverja snilld, ég man bara ekkert hvað það var. Hvernær verður komin svona draumaupptökugræja?

3 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Það er nú það... ég bíð spennt eftir svoleiðis. Ég man mína drauma yfirleitt ekki, en ef ég slysast til þess að muna þá, þá eru þeir OFSALEGA dramatískir.

12:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá!, hvað þú ert dugleg að blogga svona. Þið stelpurnar (Sif, Heiða, Lára, Heiðrún) virðist bara hafa fest munninn við tölvulyklaborðið og til verða dægursögur. Ég dauðöfunda ykkur. Ég slefa bara á lyklaborðið þegar ég reyni svona. Jæja, ég fylgist bara með ykkur á skjánum, þögull og slefandi.
Varðandi draumana þá eru draumar ekkert merkilegir, skemmtilegir stundum en afar ómerkileg heilaboð sem við skynjum sem sögur og gleymum um leið og heilasullið hreyfist til.

11:33 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Gaman að vita að þú fylgist með Albert. Það er náttúrulega þannig með lífið að sum okkar verða að slefa það er samt óþarfi að gera það í þögn...
Varðandi drauma vil ég trúa því að í þeim búi einhver sannleikur, sannleikur sem við þurfum drauma til að skilja. Verst að ég man yfirleitt ekki drauma nema að þeir hreyfi það mikið við mér að ég vakni í miðjum draumförum. Aðrir draumar verða ekki annað en óljós tilfinning daginn eftir.

8:04 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim