7.2.2005

ný fíkn

Ég held að ég sé að mynda pool - fíkn, það er alveg ótrúlega gaman að spila pool. Það er náttúrulega bara gaman að leika yfri höfuð í allskonar leikjum. Það er líka svo gaman að leika e-h sem maður verður betri í, það er t.d. erfiðara að verða betir í ólsen ólsen eftir að maður verður 6 ára eða slönguspili. Ég er hinsvegar alltaf að verða betri í pool og er alveg farin að sjá fyrir mér meistaraleg högg.

Ég hélt áfram að vera túristi í dag. Fór upp í fershenturm - sjónvarpsturninn ógurlega sem er rúmir 200 metrar á hæð. Ég var búin að hlakka ógurlega til en þegar ég kom upp fannst mér þetta ekki neitt voðalega sérstakt og ákvað að það væri ekki alltaf rétti tíminn til að vera túristi og ákvað að sleppa því í bili. Ég hef barasta ekki alltaf þolimæði til að standa endalaust í biðröð og vera með fullt af öskrandi börnum í kringum mig. Svo finnst mér líka dáltið asnalegt að standa í röð til að geta tekið mynd af einhverju sem mér finnst fallegt og flott mér hættir til að missa áhugann á myndefninu.





1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Ja-á, það eru ekki alltaf jól í þessum bransa... Enda væri það hundleiðinlegt.

10:57 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim