stærðfræði og köttur = stærðfræðiköttur?
Í fyrradag gerði ég nokkuð sem ég hafði aldrei gert áður, ég var með Jónu Grétu að skoða brúðarkjól. Ég hef aldrei farið á brúðarkjólaveiðar áður og verð að segja að það gekk vonum framar.
Í gær var ég túristi í London, fór í vísindasafnið með strákunum á meðan Jóna Gréta hélt áfram að hugsa um brúðkaupsdaginn. Safnið var stórt og fullt af allskonar raunvísindum. Ég sá þversnið af Boing-þotu og er ekkert svo viss um að ég eigi eftir að fljúga aftur. Ef ég hef einhverntíman verðið flughrædd þá er það núna. Ekki mjög traustvekjandi. Ég var mest heilluð af stærðfræðinni, ég held ég sé búin að misskilja stærðfræði í öll þessi ár. Hún virkaði mjög spennandi og full af sköpun og list. Furðulegt alveg hreint.
Í dag er ég mest búin að vera skólastelpa en fór samt í smá bíltúr um sveitina.
Það er köttur hér í heimsókn sem hegðar sér meira eins og hundur en köttur. Hann heitir Stebbi eða e-ð svoleiðis, þolir ekki lokaðar dyr og heldur að hann sé aðalhundurinn í breskri sakamálamynd sem er að þefa uppi menn og týnda hluti. Stundum horfi ég á hann og er sannfærð um að hann hafi gáfur á við mann, kannski hann sé að leysa leyndardóma lífsins meðan hann gengur sniffandi um húsið.
Í gær var ég túristi í London, fór í vísindasafnið með strákunum á meðan Jóna Gréta hélt áfram að hugsa um brúðkaupsdaginn. Safnið var stórt og fullt af allskonar raunvísindum. Ég sá þversnið af Boing-þotu og er ekkert svo viss um að ég eigi eftir að fljúga aftur. Ef ég hef einhverntíman verðið flughrædd þá er það núna. Ekki mjög traustvekjandi. Ég var mest heilluð af stærðfræðinni, ég held ég sé búin að misskilja stærðfræði í öll þessi ár. Hún virkaði mjög spennandi og full af sköpun og list. Furðulegt alveg hreint.
Í dag er ég mest búin að vera skólastelpa en fór samt í smá bíltúr um sveitina.
Það er köttur hér í heimsókn sem hegðar sér meira eins og hundur en köttur. Hann heitir Stebbi eða e-ð svoleiðis, þolir ekki lokaðar dyr og heldur að hann sé aðalhundurinn í breskri sakamálamynd sem er að þefa uppi menn og týnda hluti. Stundum horfi ég á hann og er sannfærð um að hann hafi gáfur á við mann, kannski hann sé að leysa leyndardóma lífsins meðan hann gengur sniffandi um húsið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim