17.4.2005

Sko

Tókst það ómögulega í gær, að skila verkefni á réttum tíma og vera ekki í neinu stressi með það. Mér finnst ég vera orðin voða þroskuð. Það fylgdi þessu skrýtin tilfinning, næstum eins og ég hafi ekki skilað verkefninu því að ég hef aldrei, að ég man, skilað (einstaklingsverkefni) sem ekki hefur fylgt adrenalínkikk í fæðingu. Lykillinn að þessu er meðal annars sá að ég gerði mér endanlega ljóst um daginn að mér finnst gott að læra í almenningssamgöngum, prófaði því bókasafnið í Kelflavík. Það sem er svo gott þar að það er næstum eins og almenningsamgöngur (þótt ferðin sé ekki mikil) þar sem fólk kemst upp með alskonar inní lestrasal, þar er matur úr öllum fæðuflokkum snæddur sem og drykkir af ýmsum styrkleika, óáfengir og áfengir og mikið ráp og hæfilegt ónæði. Það sem ég fíla ekki við bókasöfn almennt er þessi gífurlegi heilagleiki og grafarþögn sem reynt er framfylgja. Húrra fyrir bókasafninu í Keflavík!!!
Mér líður frekar undarlega með það hvað ég er að fíla Keflavík þessa dagana, mér finnst barasta allt fínt hér, meira að segja alveg viss um að veðrið er ekkert betra annarsstaðar þessa stundina. Að flæða í núinu er það sem máli skiptir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim