11.5.2005

Góður safi er gulli betri

Það klikkar nú alltaf hjá mér að vera duglegri að skrifa hérna, langar voðalega til að gera það mjög regluleg en næ því einhvernvegin ekki.

Það er allt að gerast hjá mér í Kef, skólinn alveg á hátindi, próf í fyrradag sem gekk ekki alveg sem skildi og fullt af verkefnum næstu daga.
Verst að ég má ekkert almennilega vera að neinu þessa dagana nema vera heilsufrík. Ég er svo heilbrigð að mér finnst ég vera að springa. Er svona smá saman undanfarnar vikur búin að vera að safna í svona ofur-heilbrigt fæði og er núna bara komin þangað að það vantar ekkert nema að klára smá sem er ekki súper hollt í skápunum og hafa betra aðgengi að lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum. Mér finnst þetta æði, ég fór í gær og keypti mér lúðu og borðaði hana svo með íslensku bankabyggi og grænmeti.
Um helgina keypti ég mér líka safapressu sem er algjör snilld. Er búin að drekka 1-2 glös af nýkreistum safa á hverjum degi síðan. Datt strax niður á ómótstæðilegan drykk; 1/2 glas af gulrótarsafa, 1 stór sellerí-stöng, 3 lúkur af spínati og 8 vínber... þetta verður að fullu glasi af glimrandi hamingju og hreysti. Ég er síðan búin að gera alskyns safa en þessi stendur algjörlega uppúr en allar uppskriftir og hugmyndir eru sko vel þegnar.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vatnsmelónur og agúrkur eru líka góðar í allskonar drykki sérstaklega til að gera grænmetissafa ferskari

7:15 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim