14.5.2005

Á göngu um hverfið

Það er margt sem maður lærir á göngutúr um hverfið. Komst að því áðan að það er ekki öruggt að hlaupa úti með opin munninn, það nefnilega munaði ekki nema 0.01 m/s eða svona 1-2 sm að feit og pattaraleg hunangsfluga hefði flogið á fullri ferð uppí munninn á mér. Úfffff, en af stakri lagni náði ég að sveigja höfuðið til og forðast þennan loðna forrétt.
Svo var það góður maður sem sá mogga kerruna renna til úr fjarska, hann tók snögg beygju og ætlaði að bjarga vesling barninu sem hann hélt að hefði verið ýtt út í rauðan dauðann. Mér fannst gott að vita til þess að samborgaraleg ábyrgð tíðkast sko enn og þakkaði manninum kærlega fyrir hugulsemina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim