10.7.2005

Og þá er brunað í Borgarfjörðinn

Enn og aftur hefur tíminn bitið mig í rassinn, sumarfríinu er opinberlega lokið á morgun og ég skunda uppí borgarfjörð að læra meira um lítið.

Ég hef undanfarið verið að undirbúa brottför og ég skil bara ekkert í því hvernig í ósköðunum mig langar að taka svona mikið af dóti með mér fyrir fimm vikur. Ég var að hugsa um það í dag hvernig ég geti farið til útlanda í 4 mánuði með 20 kg. ef bílinn minn dugar næstum ekki til að skreppa í nokkrar vikur innanlands. Ég hef reyndar rekið mig á það í gegnum tíðina að stærð töskunnar ræður yfirleitt meira um það ein ég hversu mikið dót ég tek með mér á milli staða og núna er heildartaskan svoldið stór - bíllinn minn-.

Annars er ég í frekar miklum fluttninga hug. Hjálpaði góðum vinum að flytja í vikunni og hreinlega iðaði í skinninu að flytja sjálf... það hlýtur að renna sígúna blóð í æðum mínum. Kenni því allavega um dekkhlaðinn bílinn og hef það sem afsökun á morgun ef skólafélagi minn, sem ætlar að fá far með mér, kemur ekki dótinu sínu fyrir.

Næst úr Borgarfirðinum!!!

3 Ummæli:

Blogger Heiða sagði...

ég er ekki sleip í landafræði, en er borgarfjörður og laugarvatn rétt hjá hvort öðru? Ef svo er, þá gæti ég komið í heimsókn, eða þú til okkar...

11:11 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Borgafjörður og Laugarvatn eru nú ekkert voðalega nálægt hvort öðru en samt ekki langt í burtu. Það er hægt að fara yfir í gegnum þingvelli og í staðinn fyrir að beygja til vinstri og fara til rvk að beygja þá til hægri og fari sirka 20 mín. lengra en í Borgarnes og þar er Bifröst. Það væru þá tæpir tveir tímar sirka. Eins er hægt að fara beint frá Þingvöllum í gegnum Kaldadal og þar inní Borgarfjörðinn. Ég er hinsvegar ekki eins kunnug þeirri leið og veit ekki hvað það tekur langan tíma. Hvora leiðina sem þú tækir væri mjög gaman að fá þig í heimsókn. Hinsvegar þótt mig langi mjög mikið að kíkja á Laugarvatn þá held ég að mér gefist ekki tími þetta árið :-)

12:41 f.h.  
Blogger Sif sagði...

suss, ég á nú meira að segja erfitt með að fara með eina tösku í flugi, nýti sko allann handfarangur og tölvufarangur og hvað þetta heitir allt... undarlegur ávani

12:42 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim