Skrímslið í stofunni
Ég gerðist stórtæk áðan og ákvað að minnka kanínubúskapinn sem hefur verið í miklum blóma hér á bæ undanfarið. Ég fór á harðaspretti með ryksuguna um allt hús og þegar ég var alveg að verða búin það sé ég e-ð skjótast fram hjá ryksuguhausnum og áður en ég hafði áttað mig almennilega á því hvað það var hafði ég stífnað öll upp og gripið um mig skelfing (á broti úr sekúndu). Ég leit betur og sá að þetta var stór og feit kónguló. Á undraverðum hraða ryksugaði ég hana með kanínu unga sem hún hljóp í.
Úff, hvað er þetta eiginlega með svona fóbíur ég var alveg lengi að ná mér og ætlaði ekki að geta klárað að ryksuga af viðurstygð og ótta við að hún kæmi skríðandi upp úr stúttnum til að hefna sín á mér stærri, feitari og hættulegri en nokkru sinni áður.
Hvað er það eiginlega með skorkvikindi og fælni, ég er ekki viss um að tígristýr myndi hræða mig meira en kónguló eða kakkalakki.
Ég er allavega þakklát fyrir það að vera ekki með flugvélafælni eða víðáttufælni því hvorutveggja myndi draga verulega úr lífsgæðum mínum.
Hvað ætli sé versta fælni að vera með?
Úff, hvað er þetta eiginlega með svona fóbíur ég var alveg lengi að ná mér og ætlaði ekki að geta klárað að ryksuga af viðurstygð og ótta við að hún kæmi skríðandi upp úr stúttnum til að hefna sín á mér stærri, feitari og hættulegri en nokkru sinni áður.
Hvað er það eiginlega með skorkvikindi og fælni, ég er ekki viss um að tígristýr myndi hræða mig meira en kónguló eða kakkalakki.
Ég er allavega þakklát fyrir það að vera ekki með flugvélafælni eða víðáttufælni því hvorutveggja myndi draga verulega úr lífsgæðum mínum.
Hvað ætli sé versta fælni að vera með?
2 Ummæli:
Hehehehehehehe-Oh hvað ég skil þig... Það er fátt eins ógeðslegt og stór,feit kónguló "brrrrr" ógeð ógeð ógeð!!!
Skiptirðu ekki um poka í ryksugunni? Úff, ég ætla rétt að vona það. Hver veit hvað þessi ógeðslegu kvikindi gera þegar þau reiðast svona. Iss, svo geta þær labbað í allar áttir, næstum því á sama tíma...
Brrrrr. Andskotans kóngulær. Mér finnst ekkert óeðlilegt að hræðast þær meira en tígrisdýr!
Hahahahahahahaha!
Á maður að skipta um poka???
ég var bara að vonast til að krafturinn í ryksugunni myndi ganga frá henni, svona svipað og ef við myndum lenda í svaka roki!
En þetta er líklega rétt hjá þér, ekki myndi kóngulóamaðurinn deyja þótt hann lenti í miklu roki.
Hún hlýtur allavega vera búin að forða sér núna
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim