18.5.2005

Húkkarabiðskýlið

Ég fór út að keyra aðeins áðan og rak þá augun í nokkuð alveg fáránlegt og samt dáltið fyndið. Hér rétt við bæjarmörkin á leiðinni út í Garð er okkar háttvirti bæjarstjóri búinn að láta malbika smá útskot með tveimur skiltum. Þetta er sem sé svona húkkara biðstöð með tveimur skiltum, sem eru sirka 2 m á milli. Skiltin eru með mynd af húkk-hendi og undir öðru stendur Garður/Gólfvöllur og undri hinu Mánaflöt/Annað. Er verið að drepa allan rebel og kúl við það að húkka???
Ég veit það ekki, ég húkkaði mér oft far hreinlega að því það bauðst ekki annað en líka stundum af því mig langaði ekki til að borga og mér fannst það frekar kúl.
Ég get alveg ímyndað mér að bæjarstjórnin hafi verið að hugsa um öryggi með þessum ósköpum en mér finnst þetta samt vera dæmigert fyrir það að reyna að drepa e-ð með því að samþykkja það. Mér hefið ekki fundist það mjög kúl að standa undir skilti sem á stendur Garður á sínum tíma, hefði líklega bara gengið aðeins lengra til að sleppa við það. Ég veit ekki hvað suðurnesja-unglingar gera eða hugsa en ég á örugglega eftir að gera mér ferð þarna um á næstunni til að sjá hvort það séu einhverjir sem nýta sér þetta húkkarabiðskýli, rannsóknarverkefni í lagi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim