28.5.2005

Danmörk og austurlenskir ávaxtastrákar

Ég hef lengi fundist voða leiðinlegt að geta ekki talað eitthvert norðurlandamál annað en íslensku og ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi og sótti um sem freemover CBS í Köben fyrir næsta haust. Ef ég kem kemst inn ætla ég að læra einhver merkileg alheimsfræði ásamt því að æfa mig í að tala dönsku. Ég fæ reyndar ekki svar frá þeim fyrr en í júlí reyndar þannig að enn er ekkert víst að ég fái tækifæri til að láta reyna á framhalsskóla dönskuna mína og ef ekki þá dettur mér örugglega e-ð annað sniðugt í hug. Annars langar mig voðalega mikið til að heimsækja Asíu og kannski hitta einhvern svona ávaxtastrák eins og í sá í Madrid í vetur.
En í augnablikinu er ég að hugsa um Kaupmannahöfn, það sem mig vantar í augnablikinu er húsnæði þar í borg, er búin að leita aðeins, get ekki sótt um á kollegi af því ég ætla að vera svo stutt. Ég hef heyrt dramatískar sögur af húsnæðisvandanum í Köben en blæs á þær alveg fullviss um að ég finni stað til að búa á. Ef einhver veit um laust herbergi eða íbúð frá 20. ágúst og fram í janúar eða ert með hugmyndir hvernig ég get fundið eitthvað endilega segið mér frá því.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim