4.7.2005

Tónleikar og súpa

Fimmtudagur:

Duran Duran stóðu undir öllum mínum væntingum - en ég fattaði að maður á aldrei að kaupa miða á svæði B, alltaf A, alltaf A. (þetta er nú kannski dæmigert fyrir mig almennt mig langar alltaf að vera svona A manneskja en er alltaf B - það á að vera A)

Eftir Duran fór ég á grandrokk og náði 4 lögum með Deep Jimi sem eru komnir saman aftur. Það var líka gaman.

Helgin:

Live8 í hljómskálagarðinum. Allt leiðinlegt nema Singapor Sling. Samt fyndið að sjá hvað ég er úr takti við íslenska tónlist almenn. Það varð allt vitlaust þegar Papar stigu á sviðið og jörðin hreinlega nötraði í látunum og mér varð svo um og ó að ég varð að fara.
Batman í bíó eftir á, skemmti mér vel, fín afþreyjing.
Á laugardaginn hjálpaði ég Láru og Sverri að pakka, fékk súpu að launum. Keypti mér líka flugmiða til Köben. Hlakka til!
Í gær fékk ég svo meiri súpu hjá þeim hér í Kef. Matarboð þar sem m.a. var verið að fagna heimsókn Sigga frá Köben. Úr varð fínasta partý.

Gaman að þekkja skemmtilegt fólk
Gaman að fá tækifæri til að búa í útlöndum
Gaman að vera til

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim