27.3.2006

Að duga eða drepast

Humm, ekki hef ég nú sést mikið hér að undanfarið, e-ð verið löt við að færa ævintýri mín, sigra og sorgir hér inn.

Það er svo æðisleg þoka úti núna að mig langar helst að tala mikið um veðrið.
Ég er hef líka brugðið mér úr borg svoldið að undanförnu, fór í menningarferð til Malmö um daginn og líka á Louisiana safnið að skoða list og strönd, þannig að mig langar líka heilmikið að tala um ferðalög.

Það hefur mikið verið að gerast í skólunum mínum undanfarið og ég gæti verið búin að tala helling um það líka.

Mikið er ég nú svo búin að njóta samvista við skemmtilegt og yndislegt fólk að undaförnu og alveg látið vera að ræða það.

Ég er LOKSINS orðin samdauna kattahlandsfílunni enda hefur höfðinginn nú náð að míga í öll herbergi íbúðarinnar og mig langar ekkert að ræða það frekar.

Framundan eru svo enn fleiri ævintýri og skemmtilegheit, nú er að duga eða drepast í þessum bloggheimi.

1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Það var mikið!
Ofsalega þykir mér leiðinlegt að heyra um þetta vandamál ykkar Jóhanns... eða bara hans... eða... tölum ekki meira um það.
Bið að heilsa þessu dásamlega fólki sem þú umgengst þarna og þakkaðu þeim fyrir það frá mér að vera svona dásamleg með þér þarna langt langt í burtu.

Hafðu það sem best.

10:31 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim