24.2.2006

Kattarhland!

Kann einhver ráð við ketti sem finnst ekkert athugavert við að míga þar sem honum sýnist?

11 Ummæli:

Blogger Heiða sagði...

Ég veit um svaka góða uppskrift: Kínverskur kattapottréttur með sterkri tómatsósu...

12:43 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Ég er ekki alveg viss um að hann Jóhann bragðist mjög vel... og svo þykir mér nú líka vænt um kvikindið.

11:26 f.h.  
Blogger Lára sagði...

Já... þetta er spurning.
Ég fékk það ráð hjá ráðagóða símanum að þrífa hlandið með ediki. Svo er líka hægt að leggja lauk í bleyti, í skál, og hann dregur vondu lyktina í sig :S

5:57 e.h.  
Blogger Sif sagði...

takk fyrir það Lára fín ráð til að taka fýluna en ég er mig langar svo til að hann pissi EKKI útum allt

8:06 e.h.  
Blogger Heiðrún sagði...

En að prófa að telja upp að þremur og senda hann svo í skammarkrók!

11:01 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Hey, prófa það! hann er reyndar svo mikill unglingur að hann myndi örugglega pissa í skammakrókinn, bara af því að hann getur það.

2:01 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Játs... taka bara sosið á hann, þú veist Skinner - atferlismótunarpakkann. Þetta er alveg klárlega markhegðun hjá honum, að pissa svona á staði sem á ekki að pissa á, og þá er auðvitað ekkert annað til ráða en að skilyrða hann bara, eða "Pavlova" eins og við leikskólakennararnir segjum stundum. Hvernig Pavlovar maður? Í þínu tilfelli, og kattarins, gæti það farið fram með því að fylgja honum eftir og skvetta köldu vatni yfir hann þegar hann gerir þetta. Nokkur skipti ættu að duga og þá mun hann ekki endurtaka þetta athæfi sitt. Hann gæti hins vegar farið að míga á aðra staði og kannski ekkert skárri :S

2:45 e.h.  
Blogger Sif sagði...

þetta er að verða æsispennandi mál, hhahaha. Vandamálið er hinsvegar að hann mígur bara þegar við erum ekki heima.
Kannski læknast hann bara af unglingaveikinni ef að það yrði klippt á punginn á honum, veit ekki, skil þetta ekki.

5:36 e.h.  
Blogger Heiðrún sagði...

Einu sinni átti ég kött sem tók upp á því að pissa allsstaðar á gamalsaldri. Skömmu síðar greindis hann með krabbamein í blöðruhálskirtli og lét lífið stuttu seinna...
Sorglegt en satt

7:42 e.h.  
Blogger Arnar Thor sagði...

Setja upp þvaglegg!!!

kv.

Arnar Thor

2:18 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Takk fyrir að deila þessari sorglegu sögu Heiðrún, um stund hafði ég áhyggjur af unglingnum.

Arnar þú ert ráðinn, hvenær kemurðu í þvaglegg?

10:03 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim