20.1.2006

alvöru vetur

Í dag þurfti ég að snúast svoldið og lagði af stað hjólandi í ágætis veðri. Ég var þó varla komin út úr húsi þegar það byrjaði að snjóa. Það snjóaði nú ekki mikið í fyrstu en þegar ég var á heimleið kom bara hin fínasta hríð og ég lærði það að það er vont að hjóla með hríðina í augun. Raunar komst ég að þeirri niðurstöðu að það ætti að vera bannað að snjóa þar sem fólk ferðast almennt mikið um á hjólum. Þar sem ég var að berjast á móti hríðinni og passa mig voðalega vel á að klessa ekki á neinn eða neitt þegar ég þurfti að loka augum, fór að glymja í höfðinu á mér setningin -meðan laufin sofa liggja þrestirnir andvaka-. Ég veit ekki alveg hvaðan hún kemur en finnst einhvernvegin eins og hún sé úr einhverjum gömlum gamanþætti af RUV.
Stuttu eftir að ég kom heim var allt orðið hvít úti og þrátt fyrir að vera ekki mjög mikið fyrir snjó í byggðum verð ég að segja að mér fannst gaman að sjá borgina breyta um lit.
Í kvöld horfði ég svo á lokaþátt Popppunkts sem var aldeilis skemmtilegur, Til haminjgu millar!!! Þátturinn var mjög jólalegur sem olli því ásamt jólasnjónum úti að ég er komin í meiriháttar jólaskap, get bara ekki beðið eftir jólum.
Jólin sem eru ný liðin voru reyndar alveg fín en ég komst aldrei í innilegt jólaskap líkt því sem ég er búin að vera í síðasta klukkutímann eða svo. Mig langar að hendast út í búð og kaupa fullt af pökkum og pakka inn, já, og kaupa mér fallegan jólakjól og spennur í hárið.
En núna er komin nótt og jólaveðrið lemur gluggana og ég ætla að setja skóinn út í glugga og sjá hvort ég fái eitthvað í hann.

10 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Get ekki á mér setið ...
Man ekki hvaða gamanþáttur en þetta var titillinn á ljóðabók (brandarinn var viðtal við ljóðskáld) sem hét "Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka".

6:55 f.h.  
Blogger Sif sagði...

hahaha, skil. Þetta með þrestina átti allavega voðalega vel við í hríðinni.
Hver ertu annars?

12:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

held a tetta sé úr skaupinu, kannski svona frá '89-90, vaeri gaman ad sjá tessa gomlu aftur :)

5:16 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Hæ...
Fékkstu eitthvað í skóinn?

11:41 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Já, það væri pottþétt gaman að horfa á þetta gamla stöff.

Jú, ég fékk mús og bolta í skóinn en ekki í skóinn sem var út í glugga heldur í skóinn á ganginum - og heldur ekki alvöru mús heldur kisudótamús. Þannig að þetta var alveg pínu jóló.

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er þeim eiginleikum gædd að þurfa að fletta öllu upp þegar það koma upp svona spurningar og vangaveltur, fann þá þetta á baggalút... http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3951
Kv. Una Ýr

3:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er þeim eiginleikum gædd að þurfa að fletta öllu upp þegar það koma upp svona spurningar og vangaveltur, fann þá þetta á baggalút... http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3951
Kv. Una Ýr

3:48 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Vá, takk Una. Og líka takk fyrir síðast :) Það rifjast nú margt upp við að lesa þetta, hahaha. Ef þessar setningar eru allar úr sama skaupinu þá er það sko e-ð sem gaman væri að horfa á.

5:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis fyrir síðast. Commentið kom þá inn á endanum. Þetta er svo eftirminnilegt skaup. Það var örugglega tekið uppá spólu heima hjá vinkonu minni og við horfðum OFT á það...
FRUSSSSA

2:44 e.h.  
Blogger Sif sagði...

hahaha

3:19 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim