18.1.2006

Tímastjórnun

Þá er ég komin aftur í útlandið.
Það var gaman á Íslandinu og tíminn leið voðalega hratt.
Fyrirgefiði þau ykkar sem ég náði ekki að hitta, vonandi hittumst við fljótt.
Takk fyrir samveruna þau sem ég hitti.
Bless til ykkar sem ég náði ekki að kveðja.
Hæ til stórborgarinnar.

Um daginn var mér gefin tímastjórnunarbók sem ég ákvað um leið að tileinka og hagnýta mér. Viljinn hefur verið fyrir hendi en ég á frekar erfitt með að fara eftir planinu. Ég ætla samt að æfa mig. Það eina sem stenst nákvæmlega er að ég fer í skólann á þeim tíma sem ég á að fara. Hvernig er líka hægt að ákveða fyrirfram kl. hvað maður ætlar að gera hitt og þetta, ha? Jú, það er alveg hægt og ég ætla að verða aðeins betri í því. Þó ég hafi ekki náð að hitta alla og gera allt sem ég kaus á Íslandinu þá tekst það kannski næst með hjálp tímastjórnunar. Ég hef bara smá efasemdir um að það sé eins gaman að vita nákvæmlega hvað og hvenær maður ætlar að gera e-ð. Og þó, ef að allt sem maður verður hvort eð er að gera er nelgt niður þá er meiri tími í gleði.
Þar sem tímastjórnunarbókin hefur ekki gert ráð fyrir bilaðri tölvu og öðru smávægu sem komið hefur upp síðustu 3 daga hefur bókin ekki virkað sem skyldi, ég var að pæla í hvort hún væri e-ð biluð. Þegar ég hugsa þetta til enda held ég að þetta hafi meira með mig sjálfa að gera.
Búin að deila þessu með ykkur og þá er best að halda plani...

Farvel

2 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Já, það er eins gott að þú setjir bloggið inná planið þitt, annars skaltu eiga mig á fæti. Og ég er viss um að ef þú heldur planinu þá veitir það þér gleði líka, sama hversu leiðinleg verkin eru... Ég veit fyrir mína parta að þá verð ég "festivaliskisk" (heh) ef ég næ að halda plani, þegar ég hef vit á því að gera eitthvert plan en það er nú ekki oft. Enda er ég ekkert "festivaliskisk"!
Hafðu það gott mín kæra og gangi þér vel.

11:51 e.h.  
Blogger Sif sagði...

það stendur nú ekki til að hætta að blogga þótt ég hafi ekki sértaklega sett það inní planið, kannski ég skelli því samt í panið til að vera alveg viss um að muna það, hahaah

8:33 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim