8.12.2005

Á morgun

Jæja, þá er fyrsta synopsis byggða prófið mitt á morgun, og það er munnlegt(synopsis þýðir að ég er búin að skila inn tillögum um hvað ég vil nota sem útgangspunkt). Ég veit ekki hvort ég er meira stressuð yfir því að það er munnlegt eða að það er á ensku eða sú staðreynd að mér skilst að ég þurfi að muna nöfn á höfundum allra greinanna sem ég er búin að lesa. Kosturinn hinsvegar er að þetta er hálfgert ör-próf. Ég hef 5 mínútur til að kynna synopsinn minn, síðan svara ég spurningum í aðrar 10 mín, fer svo út úr stofunni í 3 mín og svo inn aftur og fá einkunnina mína með útskýringum á 2 mínútum, samtals 20 mínútur (og nákvæmt skal það vera). Þetta hjómar reyndar nokkuð einfalt og ég veit alveg nógu mikið til að tala í meira en 15 mínútur. En hvað ef ég frýs eins og í skítlétta dönskuprófinu um daginn, ha, þá geta dýrmætar mínútur fulla af visku og greind flogið út í buskann.
Nú er að spýta í lógana og halda áfram að læra.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim