30.11.2005

Enn af Jóhanni

iðnaðarmennirnir sem voru við eldhúsgluggann um daginn eru mættir aftur eftir nokkra fjarveru. Ég hef reyndar ekki séð þá (og þeir ekki mig) en þrátt fyrir það held ég áfram að reyna að vera í stuði í eldhúsinu.
Mitt helsta umræðuefnið mitt þessa dagana er hann Jóhann sem segir kannski meira um ástandið á mér en nokkuð annað. Ég eyði semsé nánast öllum mínum tíma hér innandyra með honum Jóhanni. Ég fer reyndar af og til út að viðra mig, kaupi í matinn og skrepp í skólann en þess á milli held ég mig innandyra og læri eða þykist vera að læra. Sögur af Jóhanni:
Hann skemmtir sér við það að nóttunni að brjótast inní ískápinn, með einhverjum hætti tekst honum að opna hann og ef hann finnur eitthvað áhugavert þar dreifir hann því um eldhúsgólfið svo ég hafi örugglega eitthvað að gera þegar ég vakna. Reyndar hefur verið gripið til þess ráð að líma hurðina aftur á kvöldin en stundum gleymist það með fyrrnefndum afleiðingum.
Hann ræðst gjarnan á fólk á gangi, honum finnst sérlega gaman að ráðast af fullu afli á fæturnar á fólki en stundum situr hann uppá stól og krækir klónnum í afturendan á þeim sem ganga fram hjá (ég oftast nær þar sem við erum mest ein heima).
æji, ég nenni nú eiginlega ekkert að tala um Jóhann...
Mig vantar spýtu og mig vantar sög... og fjörug lö-ög.
(ég get varla hugsað mér verra lag til að vera með á heilanum og kann ekki einu sinni allan textann, úff)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Veistu, þú ert frábær. Það er meira að segja gaman að lesa það sem þú skrifar um köttinn Jóhann. Kveðjur, Inga í Kef, Heiðumamma.

10:43 e.h.  
Blogger Sif sagði...

takk Inga mín, gaman að vita að þú kíkir hér við.
Kem og segi þér fleiri sögur af Jóhanni í jólafríinu :)
Kveðja til Eika

11:07 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim