6.11.2005

Jóhann

Annar af sambýlingum mínum núna er kötturinn Jóhann sem prumpar voðalega mikið en við erum samt góðir vinir. Ég verð stundum hálf óróleg yfir því hversu vel hann fylgist með mér og velti því oft fyrir mér hvort ég sé að vanmeta eða ofmeta gáfnafar katta yfirleitt. Stundum er ég alveg sannfærð um að kettir séu flestum dýrum gáfaðri og skynsamari en stundum efast ég stórlega um að það fari nokkuð fram í höfðinu á þeim nema að þefa uppi mat og leggja sig þess á milli.
Svo eru náttúrulega kettir eins og Jóhann sem að hefur ekki séð annan kött síðan hann var 5 vikna þannig að hann hefur alfarið þurft að leita sér að fyrirmynd hjá mannfólki og það gerir spurninguna um gáfnafar flóknari. Hann t.d. hefur vanið sig á þann góða sið að heilsa þegar einhver kemur inn og heldur uppi sæmilegustu samræðum með sínu mjálmi.. Hann er líka mjög forvitinn og lærdómsfús, finnst sérstaklega áhugavert að fylgjast með öllu sem fer fram inná baðherbergi, hvort sem það er klósett- eða baðferð. Í dag fékk ég brjálæðishreingerningakast inná baði og Jóhann fylgdist með hverju tuskutaki. Og eins og fyrr er ég ekki viss hvort hann sé að reyna að læra af mér og þar með að nota gáfurnar eða e-ð annað. Þessi forvitni og að því virðist eftirtektarsemi gefa honum persónueinkenni sem minna á mjög á okkur mannfólkið og eru þar að leiðandi mjög gáfuleg, ikke?

3 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Jo! Det er som man siger: katter er det viktigste forfatteren Henrik Ibsen har fortalt mennesker om i sine trilogier.

Neh... ég er bara að bulla.

Ég sakna þín... og líka Snúðs þegar ég las um Jóhann.

11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábærar pælingar. Þetta er einmitt eitt af ritgerðarefnunum í sálfræðikúrisnum mínum. Are animals conscious. Sennilega eru þau það, hænurnar mínar eru það alveg örugglega. Þekkja fólk og þar fram eftir götunum.

4:18 e.h.  
Blogger Heiða sagði...

þú hefur verið kitluð

3:40 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim