6.10.2005

Sumar á ný

Haldiði að það sé ekki bara komið sumar aftur, aldeilis stórkostlegt!

Heyrði í svefnrofanum í morgun sömu lætin fyrir neðan gluggann og svo marga aðra morgna uppúr átta. Hef hingað til kennt iðnaðarmönnum um lætin en var farin að furða mig á litlum breytingum miðað við lætin og ákvað því að kíkja niður. Sá ég þá ekki mann með risastóra sugu vera að sjúga upp haustið. Ég hef aldrei séð svona laufsugu áður og verð bara að segja að mér þykir mikið til koma(ég er alveg viss um að það er henni að þakka að það er komið sumar aftur).

Dagurinn hélt svo bara áfram að vera frábær, fór í skólan, komst loksins fyrir alvöru í skólaskap og er búin að vera að læra í allan dag, held ég hafi bara aldrei lært svona mikið án þess að vera undir pressu; 11 tímar. Stefni samt að því að slá metið fljótlega, enda margt að gera og mikið að læra.

Á morgun á sumarið að ná hámarki, 20° barasta, ég held ég fari bara og dusti rykið af sumarklæðunum og spóki mig í þeim á morgun með bók útí bæ.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég vil fá vetur.

1:18 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Hahaha, þú ert skrýtin. Vona að þér verði ekki að ósk þinni áður en ég kem!

10:13 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim