18.9.2005

Sendi túrstuna eina út að leika í dag svo ég gæti aðeins sinnt skólanum. Það er töluvert flóknara að vera hér í skóla en á íslandinu þar sem þarf að leita að lesefninu um vítt og breytt um netið. Þegar ég var loksins komin með allt lesefnið fyrir vikuna voru liðnir margir klukkutímar, komið kvöld og tími til að sinna túristanum.
Fórum á Spiseloppen í Kristjaníu að borða þar sem réttirnir eru bornir fram í ofurstærðum og með mjög furðulegum bragðsamsetningum, þar sem heitt og kalt, sætt og salt og fleiri andstæðum er att saman á mjög skapandi hátt. Okkur datt helst í hug að ástæðan væri til að koma á móts við fólk sem er búið að fá sér að reykja. Fórum síðan á mjög furðulega tónleika á Loppen, fyrir neðan veitingastaðinn, þar sem fullir danir sungu alþjóðlega drykkjusöngva, s.s. Der var brennivín í flasken, í bland við angurværar vögguvísur, klæddir í sjóliðabúininga. Í einni svipan skildi ég hvað átt er við með dönskum húmor.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Chicago commuter train derails, killing one
At least one person was killed and dozens were injured after a commuter train derailed Saturday morning on Chicago's South Side, officials said.
Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

If I can be of help Smartmedia Data Recovery site/blog. It pretty much covers Smartmedia Data Recovery related stuff.

Come and check it out if you get time :-)

10:45 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim