6.9.2005

Fyrsti skóladagur

Alveg ótrúlegur dagur,

Gubbaði áður en ég fór út úr dyrunum í morgun.

Komst að því af hverju fólk vill gírahjól. Tók eftir því þegar ég var að flýta mér i skólann að það tóku allir fram úr mér. Ég reyndi að hald í við annað fólk til að vera á "eðlilegum" hraða en þegar ég var alveg að verða viss um að ég myndi takast á loft ef ég færi hraðar ákvað ég bara að gefa mér lengri tíma, einsgíra hjólið mitt er jú bara eins gíra (ég hafði samt aldrei tekið eftir því áður að ég hjólaði e-ð óvenju hægt) Ótrúlega gaman að vera á ferð í borginni svona í morgunsárið, hef ekki náð því að vera ofanjarðar svona snemma áður. Komst að því að það eru menn niðrá ráðhústorgi sem rétta manni ókeypis dagblöð meðan maður er á ferð.

Fór í ágætan tíma, hafði svo 1 klst til að fara á milli hverfa til að fara í næsta tíma, villtist svo svakalega að ég fann mig enganvegin aftur (enda komin vel af leið) reyndi að spyrja til vegar en konan sem ég spurði hafði ekki þolimæði til að skilja íslenskuslegnu dönskuna mína. Fann loksins stelpu sem skildi mig og þegar ég sá að ég var að nálgast þá stoppaði ég til að borða enda orðin aðframkomin af hungri eftir að hafa gubbað morgunmatnum. Kom í næsta tíma, fannst frekar skrýtið hvað voru fáir mættir og uppgötvaði þá að ég var í vitlausri byggingu. 1o mínútna sprettur í rétt hús, ranghalar og stigar þar til ég rambaði loksins á rétta stofu í réttu húsi. Aftur alveg fínn tíma. Er að hugsa um að halda þeim báðum bara.

Það skrýtnasta við þennan dag var samt að sitja í tímum með hardcore viðskiptafræðinemum... ég held að þetta verði mjög lærdómsrík önn.

Á leiðinni heim komu upp efasemdir um að ég myndi orka að koma mér á leiðarenda en þá gerðist það furðulega - ég lenti í hjólaumferðaöngþveiti þar sem var verið að lyftir brúnni sem ég var að fara yfir. Það var alveg ótrúlega skrýtin tilfinning að vera innanum sirka 150 aðra sem voru á hjóli, ég fylltist öll af orku sem dugði mér allaleið heim í sófa.

Síðan hefur sófinn verið ljúfur og góður.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim