28.8.2005

Veislurnar tvær

Í gær voru tvær veislur, sommerfest hér heimavið og lokapveisla kynningarvikunnar í skólanum. Báðar fannst mér þær frekar skrýtnar. Ég er í hálfgerðu áfalli yfir öllum íslendingunum sem eru hér á sveimi. Hitti gamla karatekennara minn frá því ég var 13 ára. Það gekk líka upp að mér kona staðráðin í að fá að vita sem mest um mig á sem styðstum tíma, svoldið svona eins og lítið þorp á Íslandi bara í staðinn fyrir að spyrja hvort maður vinni í rækjunni eða saltfisknum þá er spurt út í skólann sem maður er í... Ég þarf að venjast þessu, er alls ekki vön að vera í íslensku útlandi.
Parýið í skólanum var hinsvegar mjög fjölþjóðlegt. Ég held ég hafi aldrei verið í veislu þar sem fólk hefur verið af jafn ólíkum uppruna. Malasía, Frakkland, Noregur, Pakistan, Ungverjaland, Singapor, Þýskaland, Slóvenía, Spánn, Indland, USA, Mexico, Búlgaría, Ísland, Ítalía, og, og, spennandi, gaman, áhugavert... fólk er svo margvíslegt og samt svo eins e-ð.

Allt lofar góðu en mér finnst ég ekkert endilega vera í Danmörku!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim