Persinn, norsarinn og ég
Um daginn þegar ég var á heimleið tók á móti mér hér við húsið undarlega útlitandi kisa... ég var reyndar ekki alveg viss hvort þetta væri kisa í fyrstu hún var svo skrýtin... þetta var hvít persakisa með heimaklippingu, hún var mjög skítug í framan og þegar ég talaði til hennar svaraði hún mér baulandi mjög djúpum rómi.
Áttu heima hér í nágreninu? spurði ég.
Moooooooo, sagði heimaklippta kisa, og nuddaði sér upp við mig.
Ég klappaði heimaklipptu kisu sem sagði; mooooooo.
Ég labbaði að dyrunum og opnaði.
Heimaklippta kisa skaust framhjá mér baulaði; mooooo
Ég fylgdi heimaklipptu kisunni út og hún baulaði; moooo, mooooo.
Þá kom hlaupandi að önnur kisa, sú var norsk svört skógarkisa og hafði ekkert farið í klippingu nýlega. Þetta leyst heimaklipptu persakisunni ekkert á þannig að hún bakaði út í horn og baulaði. Baulið breytist snögglega í hvæs þegar norska svarta skógarkisan fór að strjúka sér við fætur mér og biðja um athygli.
Ég reyndi um stund að sætta þessar ólíku nágranna kisur en eftir nokkra stund ákvað ég að láta þær um þetta sjálfar og fór inn.
Síðan hefur ekki til kattanna spurst.
Áttu heima hér í nágreninu? spurði ég.
Moooooooo, sagði heimaklippta kisa, og nuddaði sér upp við mig.
Ég klappaði heimaklipptu kisu sem sagði; mooooooo.
Ég labbaði að dyrunum og opnaði.
Heimaklippta kisa skaust framhjá mér baulaði; mooooo
Ég fylgdi heimaklipptu kisunni út og hún baulaði; moooo, mooooo.
Þá kom hlaupandi að önnur kisa, sú var norsk svört skógarkisa og hafði ekkert farið í klippingu nýlega. Þetta leyst heimaklipptu persakisunni ekkert á þannig að hún bakaði út í horn og baulaði. Baulið breytist snögglega í hvæs þegar norska svarta skógarkisan fór að strjúka sér við fætur mér og biðja um athygli.
Ég reyndi um stund að sætta þessar ólíku nágranna kisur en eftir nokkra stund ákvað ég að láta þær um þetta sjálfar og fór inn.
Síðan hefur ekki til kattanna spurst.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim