Jafntefli... þessa vikun að minnsta kosti
Í gær vann ég loksins sigur yfir Grábrókinni og er mjög ánægð með að hafa loksins rölt þarna upp. Þetta er nú varla fjall og gamlingjastiginn gerir þetta nokkuð einfalda göngu. Við vorum gengum fjögur upp og má segja að helmingurinn af hópnum hafi fundist þetta eitt mesta íþrótta afrek síðustu ára, en okkur hinum helmingnum fannst þetta hálfgerð stríðni að labba þarna upp því ég var rétt að komast í göngustuð þegar sigurinn var unninn. Núna langar mig bara að fara að klifra á fullt af fjöllum, byrja smátt en stefna hærra (stefni á Himmelbjarget í vetur... haha).
Í dag kom blessuð sólin loksins í heimsókn í Borgarfjörðinn og að því tilefni var umræðutími færður út undir beran himin. Það vakti mikinn ursla í umræðunum að ræfilslegum geitungungi fannst við öll sömul mjög spennandi þannig að hann sveimaði á milli okkar varð nærri til þess að 20 fullorðnar manneskjur flúðu. Ótrúlegur töframáttur sem svona lítið kvikindi getur haft á heilan hóp dýra þúsund sinnum stærri!!!! Ég reyndi að vera kúl og láta hann ekki hafa áhrif á mig en náði ekki alveg að leika á sjálfa mig þannig að ég iðaði öll og sveigðist til þegar hann nálgaðist mig. Ég er nýlega búin að ná að halda kúlinu nógu lengi til að henda þessum kvikindum út úr húsum og er ákveðin í því að verða einhverntíman (helst fljótlega) nógu svöl til að láta geitunga ekki skemma fyrir mér að öðru leiti góðar stundir. Verð að vera svöl!!!
Þessa vikuna stend ég því jöfn að stigum við náttúruna vann fjallið en tapaði fyrir kvikindinu. Ætla að halda áfram að telja stigin...
Í dag kom blessuð sólin loksins í heimsókn í Borgarfjörðinn og að því tilefni var umræðutími færður út undir beran himin. Það vakti mikinn ursla í umræðunum að ræfilslegum geitungungi fannst við öll sömul mjög spennandi þannig að hann sveimaði á milli okkar varð nærri til þess að 20 fullorðnar manneskjur flúðu. Ótrúlegur töframáttur sem svona lítið kvikindi getur haft á heilan hóp dýra þúsund sinnum stærri!!!! Ég reyndi að vera kúl og láta hann ekki hafa áhrif á mig en náði ekki alveg að leika á sjálfa mig þannig að ég iðaði öll og sveigðist til þegar hann nálgaðist mig. Ég er nýlega búin að ná að halda kúlinu nógu lengi til að henda þessum kvikindum út úr húsum og er ákveðin í því að verða einhverntíman (helst fljótlega) nógu svöl til að láta geitunga ekki skemma fyrir mér að öðru leiti góðar stundir. Verð að vera svöl!!!
Þessa vikuna stend ég því jöfn að stigum við náttúruna vann fjallið en tapaði fyrir kvikindinu. Ætla að halda áfram að telja stigin...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim