13.7.2005

Í skólanu, í skólanum...

Ég sem efaðist nokkuð um að skóla andinn kæmi yfri mig skjátlaðist svo um munaði og er algjörlega reiðubúin að bæta á visku mína.

Á mánudaginn lærði ég smá í markaðsfræði hjá voða sætum gestafyrirlesaraþ

Í dag lærði ég aðeins um að vera leiðtogi hjá kennara sem kom alla leið frá henni USA til að hella í okkur fróðleik. Ég hef aldrei áður setið námskeið hjá bandaríkjamanni og verð að segja að það er alveg stórkostleg reynsla, hann kemst upp með alskonarhluti sem væru bara kjánalegir ef Íslendingur væri að gera hið sama. Hann lét okkur m.a. dansa öll í tíma til að sýna okkur að það væri ekkert kjánalegt við að vera forstjóri hjá stórfyrirtæki og dansa á kaffistofunni í hléum og sagði okkur kökkur að hann vonaðist til að breyta lífi okkar á þessum fjóru dögum sem hann verður að kenna okkur. Mér finnst þetta æði og vona bara að honum takist ætlunar verk sitt og geri mig að betri manneskju fyrir lok næstu viku.
Það sem gerir þetta námskeið jafnvel enn áhugaverðara er að með honum er nemandi hans sem er ættuð frá Tævan en lærði greinilega ensku í suðurríkjum bandaríkjanna og er með stórkostlegasta hreim sem ég hef heyrt asískan með mjög sterkum suðurríkja áhrifum. Þau eru mjög spennandi tvenna.

Að öðru leiti er pínu eins og að vera í útlöndum hér, allavega finnst mér ég standa nokuð fyrir utan hið daglega líf, fullt af fólki sem ég hef ekki hitt að ráði lengi, matarboð og svo heitupottarnir á kvöldin til að leysa spurningar og svör.

Á morgun er ég ekki í tímum þannig að ég ætla að láta verða loksins af því að príla hér upp á hana Grábrók, sem ég ætlaði að sigra síðasta sumar... ég læti mig það litlu varða þó rektor haldi því fram að það sé gamlingjastigi þarna upp... fjall er fjall, hvernig sem maður kemst upp á það.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim