26.7.2005

Á góðri stund

Fór í Grundarfjörð um helgina á "góða stund" fjölskylduhátíð mikla. Fullt hús af fólki hjá Örnu systur.

Á föstudagskvöldinu var varðeldur sem var frekar fínn þrátt fyrir glampandi sólskyn. Seinna um kvöldið lenti ég í partýi með nokkrum pólverjum sem eru með það alveg á hreinu hvernig á að halda partý og drekka - ekki tala, ekki tala, bara drekka... uppúr miðnætti var síðan borin fram terta. Ég fór frekar snemma í háttinn.

Laugardagurinn var aðal dagurinn. Fimleikasýning barna um morguninn, skemmtun á bryggjunni uppúr hádegi. Þar voru börn að syngja, Pétur pókus og hljómsveit sem heitir Hundur í óskylum (held ég). Það er dúett, svoldið skemmtilegir strákar búnir að útsetja hefðbundin íslensk sönglög t.d. fyrir lúðrasveit og redda því tveir. Þarna á bryggjunni var líka ansi skemmtilegt tívolítæki, fallturn sem kítlaði alveg hláturstaugarnar. Hálandaleikar, barnaafmæli, pikknikk með "blá hverfinu" (bænum var skipt niður í 4 hverfi gulur, rauður, grænn og blár... ég var í bláa...), meiri heimatilbúin skemmtun á bryggjunni og svo náttúrulega bryggjuball. Ég fór heldur fyrr heim á laugardagskvöldinu.

Sunnudagurinn var frekar rólegur enda líklega flestir bæjarbúar búnir með orkuna. Ég fór samt niður á bryggju að skoða það sem var í boði. Sá atriði úr Ávaxtakörfunni og verð að segja að mér fannst bananinn frekar pervertískur.
Seinna um daginn kynnti Guðrún, 8 ára gömul frænka mín, mig fyrir Sims2 tölvuleiknum og ég kolféll... núna langar mig bara í flotta tölvu sem ræður við þennan leik og svo leikinn með öllum fylgileikjum. Ég var nú samt ekki að standa mig voðalega vel því á þessum 3 tímum sem við spiluðum voru tvo unglingsbörn tekin af okkur og ég náði að drepa ólétta húsmóður úr hungri... Hrikalega skemmtilegur leikur sem ég vissi ekki einu sinna að væri til og ég er bara þakklát fyrir að tölvan mín ræður líklega ekki við hann.

Í gær kom ég aftur á Bifröst. Ég var fengin til að elda saltfisk á spænska vísu fyrir 8 manns í gærkvöldi, mjög vel heppnað. Svo sofnaði ég yfir Lost, vaknaði við skælbrosandi íþróttakalla á skjánum og skreið þá inní rúm og svaf í 10 tíma, greinilega þreytt eftir helgina.

Í dag er ég að koma mér í stuð til að klára eitt verkefni svo ég komist sem fyrst í bæinn. Úti er sól og blíða sem gerir útivist mun meira spennandi en að hanga inni yfir dagsetningum og tölum. Ég er reyndar að hugsa um að sameina þetta og fara út í potta með allar tölurnar og athuga hvort það verði ekki vit í þeim þar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim