25.8.2005

turistadagur

í dag var skyldutúristadagur í skólanum. Ég sá konunglega vitleysu í hellidembu. Fyrst voru það varðmannadúkkurnar sem skiptu um vakt. Svo fórum við að skoða Christiansborgar slottið þar sem stórir skreyttir salir voru skoðaðir í appelsínugulum inniskóm (til að skemma ekki parketið) undir leiðsögn nokkuð skemmtilegs dana.

Ég er búin að fá æðislegt hjól til umráða, búin að kaupa nýtt dekk sem vantaði og fá loforð um hjálp við að setja það undir um helgina og þá verð ég sko drottning hjólabrautana.

Núna ætla ég að fara að prófa þvottahúsið.

1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Gott að þetta gengur allt vel... hjólabrautadrottningin þín.
Hlakka til að heyra meira.

10:13 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim