29.8.2005

hjolahjolahjol

Ég vaknaði í nótt við verstu harðsperrur sem ég hef fengið á ævinni í innanlærisvöðva sem ég vissi ekki að ég ætti til... afleiðing gærdagsins. í gær varð ég nefnilega drottning hjólanna hér í borg. Það er ótrúlega fínt og gaman að hjóla hér þar sem stærstu brekkur eru eins og stórar hraðahindranir og borgin verður miklu fallegri og skyljanlegri hjólandi. Það er líka miklu einfaldara að villast á hjóli, ég fór að hitta fólk einhversstaðar og villtist á leiðinni en fann mig aftur mjög fljótlega.

Núna eru harðsperrurnar farnar og ég ætla að fara að hjóla inní danska bjúrókrasíu í sólinni.

5 Ummæli:

Blogger Heiða sagði...

Albert Teits og Heiða biðja að heilsa þér. Sitjum á Hressó og erum hress.

6:52 e.h.  
Blogger Sif sagði...

og ég bið að heilsa Albert Teits og Heiðu til baka

8:00 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Ég bið sko líka að heilsa þér kæra vinkona :) og vona að þér heilsist vel í "leyni"vöðvunum þínum.

11:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hæbb ákvað aðeins að kvitta fyrir mig. vona að þér gangi bara vel í Baunalandi.

11:47 e.h.  
Blogger Sif sagði...

og ég bið að heilsa Láru og Yrsu, og og...
Vöðvarnir eru komnir í fínt lag, var samt að vona að ég fyndi einhverja fleirri óvænta. Það gerist kannski þegar ég byrja í jóga í næstu viku, tíhí.

6:33 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim