Pære og blikk
Fann í gær fyrsta uppáhalds barinn minn í Köben; Pære Bar. Lítill subbulegur bar í 60´s stíl (örugglega ekki verið gert mikið fyrir hann síðan um miðja síðustu öld) með jazzþema og fullum heimamönnum. Það var e-ð mjög heimilislegt og notalegt við þennan stað, hlakka til að fara aftur og sjá hvort stemningin er eins.
Dagurinn í dag rólegur, pappírsvinna, hjólatúr, spjall og og...
Gaman að vera að gera fullt af hlutum í annað og þriðja skiptið, er farin að kannast vel við mig á mörgum stöðum. Var að leita bæði að kaffihúsi og búð áðan. Ég var búin að fá leiðbeiningar á hvorn stað fyrir sig. Ég fór frá kaffihúsinu að búðinni eftir þeirri leið sem ég þekkti en áttaði mig á því eftir smá tíma, mér til mikillar skemmtunar, að ég var búin að fara risastóran hring, búðin og kaffihúsið næstum því sitthvorumegin við sama hornið.
Ég er líka smá saman að læra allar hjólareglurnar. Ég hef hingað til ekki endilega verið vinsælasta manneskjan á götunum en held ég sé að ná þessu og muna að gefa stoppmerki og svona. Ég er orðin stoltur eigandi ljósa á hjólið mitt, með tveimur stillingum; stöðugu ljósi, fyrir almenna notkun og blikk-möguleika þegar ég er í extra stuði. Stefni að því að vera sem mest blikkandi í umferðinni!
Dagurinn í dag rólegur, pappírsvinna, hjólatúr, spjall og og...
Gaman að vera að gera fullt af hlutum í annað og þriðja skiptið, er farin að kannast vel við mig á mörgum stöðum. Var að leita bæði að kaffihúsi og búð áðan. Ég var búin að fá leiðbeiningar á hvorn stað fyrir sig. Ég fór frá kaffihúsinu að búðinni eftir þeirri leið sem ég þekkti en áttaði mig á því eftir smá tíma, mér til mikillar skemmtunar, að ég var búin að fara risastóran hring, búðin og kaffihúsið næstum því sitthvorumegin við sama hornið.
Ég er líka smá saman að læra allar hjólareglurnar. Ég hef hingað til ekki endilega verið vinsælasta manneskjan á götunum en held ég sé að ná þessu og muna að gefa stoppmerki og svona. Ég er orðin stoltur eigandi ljósa á hjólið mitt, með tveimur stillingum; stöðugu ljósi, fyrir almenna notkun og blikk-möguleika þegar ég er í extra stuði. Stefni að því að vera sem mest blikkandi í umferðinni!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim