5.9.2005

jibbííí, ég náði að klára Harry Potter

Var búin að ákveða að klára Harry Potter áður en skólinn byrjaði og í fyrradag var ég orðin vonlítil um að það myndi hafast. Tók part af gærdeginum í það að lesa sem mest. Tók svo pásu til að fá fólk í mat og fara niður og spila pool.
Um miðnætti ákvað ég að nú væri að duga eða drepast og ákvað að klára barasta bókina áður en ég færi að sofa. Það tókst og ég get drifið mig út í bjúrókrasíuna núna og byrjað í skólanum á morgun án þess að hafa það á tilfinningunni að ég sé að vanrækja Harry vin minn.
Held að þetta sé slakasta Harry Potter bókin hingað til. Kannski las ég bara svo hratt að ég missti af einhverju stórmerkilegu?!?

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju. Bókin á undan er VERRRRRRRI.
kv
Gunni

5:18 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Ertu viss?
Kannski er það þess vegna sem ég man ekki nógu vel eftir henni.
Samt, ég held að þessi sé verri, alltof nákvæmar og tilgangslausar lýsingar, unglingarómans og, og... Kannski þetta sé allt mjög mikilvægt í síðustu bókinni?

8:54 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim