Átti í dag nostalgíustund(ir) með gamalli vinkonu síðan á unglingsárunum, henni Lilju Jónu. Það var mjög skemmtilegt að hitta hana og spjalla um liðna og núliðna tíð. Hún er búin að búa hér í fjölda ára en það vill svo einkennilega til að hún er að flytja aftur til Íslands eftir 2 vikur eða svo. Mér finnst frábært að fá tækifæri til að hitta hana hér og endurnýja vinskapinn því við vorum ekki búnar að vera í miklu sambandi nokkur ár áður en hún flutti hingað.
Í útlöndum verður vinnskapur stundum meiri og sterkari, allavega einhvernvegin öðruvísi. Ég hugsaði það meðan ég var hjá henni að kannski væri það ekkert svo slæmt að eiga íslenska vini í útlöndum. Ætli ég sé að komast yfir áfallið sem var í yfir íslendingamergðinni sem ég upplifði í fyrstu?
Í útlöndum verður vinnskapur stundum meiri og sterkari, allavega einhvernvegin öðruvísi. Ég hugsaði það meðan ég var hjá henni að kannski væri það ekkert svo slæmt að eiga íslenska vini í útlöndum. Ætli ég sé að komast yfir áfallið sem var í yfir íslendingamergðinni sem ég upplifði í fyrstu?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim