Ég er ekki farin að skilja eins mikla dönsku og ég vonaði, ég hélt að eftir 3 vikur yrði ég farin að skilja helling en það hefur ekki ræst. Núna er ég búin að vera hér í rúmar þrjár vikur og hefði ég ekki fengið jógakennarann til að kenna á ensku væri ég kannski búin að meiða mig í hálsinum. Það er stelling sem hún sagði að það mætti alls ekki snúa hálsinum og hefði hún verið að tala dönsku hefði ég örugglega kíkt til hliðar til að tékka hvað ég væri að gera og hvað ég ætti að gera.
Það getur sem sé verið allt af því lífshættulegt að tala ekki dönsku, huuummmm!
Það getur sem sé verið allt af því lífshættulegt að tala ekki dönsku, huuummmm!
1 Ummæli:
hehehehe, þú ert svo fyndin stundum. lífshættulegt að tala ekki dönsku! Þetta ætti að vera fyrirsögn á grein. Oooo, held ég sé farin að hugsa í fyrirsögnum. úps.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim