28.9.2005

Flutt um óákveðin tíma!

Ég er búin að fá varanlegt húsnæði, hérna bara rétt hjá og ég flyt í lok næsta mánaðar. Léttir að þurfa ekki að leita af húsnæði og vita af því að ég þurfi ekki að flytja aftur í bráð. Samhliða þessu tók ég þá ákvörðun að vera bara flutt hingað um óákveðin tíma þannig að öllu óbreyttu er ég ekki að fara að flytja til Íslands aftur um jólin. Mér finnast 4 mánuðir alltof stuttur tími til að kynnast landi og þjóð og þar sem ég er komin með gott húsnæði var þessi ákvörðun auðveld. Þar sem danir virðast með öllu óskiljanlegir íslenskum innflytjendum hér í borg verð ég að kynna mér betur þessa dularfullu þjóð. Ég kann heldur ekki við að flytja fyrr en ég er orðin vel sjálfbjarga á dönsku sem fyrir mér er jafn dularfull og fólið sem hana talar. Stundum skil ég fullt en þess á milli er ég alveg viss um að fólk er bara að bulla e-ð, ég efast um að fólk skilji alltaf hvort annað. Ég fer vonandi að bulla e-ð af ráði innan tíðar.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með íbúðina. Líst vel á að þú verðir þarna lengur til að ná betri tökum á málinu. Ég er sömuleiðis ekkert farin að skilja í Eistnesku.

7:03 e.h.  
Blogger Sif sagði...

takk fyrir það, ég hugsa reyndar að danskan sé auðveldari fyrir okkur íslendinga.

8:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju.
Hvar er nýja íbúðin? Þú manst að ég kem 22. okt.... Lendi um 21.00 og við erum að fara á barina!
Ertu að fara í KISS tungumálaskólann? Hann er ókeypis og mjög góður, staðsettur á Nörrebro

Kv
Gunni

10:32 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Íbúðin er hér aðeins innar á Amager, 5 mín á hjóli, rétt við Amagerbrogade. Frábær íbúð, var einmitt að skoða hana áðan, hlakka til að flytja inn um 28. nóv.
Búin að fara í viðtal í KISS en fæ ekki að byrja fyrr en 1. nóv...
Hlakka til að sjá þig, við kíkjum á barina.
Sif

5:38 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim