22.9.2005

klukk

Takk fyrir klukkið Alda!

1. Ég er ekki vön að taka þátt í keðjubréfum o.þ.h. en þegar þau eru áhugaverð tek ég þátt, sérstaklega þegar þau geta leitt til þess að ég fái gagnlausar upplýsingar um annað fólk.

2. Mér finnst gaman að hreinsa hár úr hárburstanum mínum. Ég reyni að safna vel áður en ég hreinsa hann en yfirleitt get ég ekki beðið það lengi að hreinsunin verði verulega djúsi. Mér finnst hinsvegar ekki gaman að hreinsa hár úr annara manna burstum.

3. Ég á nýja tréklossa sem ég keypti í Malmö um daginn. Þeir eru með appelsínu og sítrónumynstri og þegar ég er í þeim finnst mér vera meira sumar úti.

4. Mér finnst gaman að taka myndir af rusli og öðrum hlutum sem eru úr takt við umhverfið sitt. Mér finnst rusl áhugavert og segja meira en margt annað um okkur mannfólkið. Stundum passar rusl svo vel inní umhverfið að það er eins og það eigi bara að vera þar.

5. Ein uppáhalds lyktin mín kemur frá rúgbrauðsgerðum.

Þetta er semsé klukk-leikurinn. 5 gagnlausar staðreyndir um sjálfa mig. Og nú ætla ég að klukka Láru, Irmu Rán, Heiðu, Jónu Grétu og Yrsu Brá. Allar: vonandi læri ég e-ð nýtt og ganglaust um ykkur, Jge og Yb það er kominn tími til að þið skrifið!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Blog Faces Suit Over Reader Comments
OTHER FREE FEATURES Knowledge Deficit Starting a discussion of the supply curve can be a good way to clear out a room.
Hi! Greetings from Norway :-) I love your blog!

I have a coastal gacations site/blog. It pretty much covers coastal gacations related stuff.

Feel free to take a look :-)

11:18 f.h.  
Blogger Lára sagði...

Ó boj!

2:45 e.h.  
Blogger Heiða sagði...

já, flott, ég er að ganga í þetta!

9:44 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim