Búin að uppgötva svoldið af skemmtilegum kaffihúsum undanfarið. Í gær kynntisti ég einu sem er non-profit kristilegt kaffihús þar allir vinna í sjálfboðavinnu og ágóði rennur til hjálparstarfa í afríku. Mjög notarlegt og á miðvikudögum er hægt að fara í kristilega hugleiðslu, prófaði það reyndar ekki. Í dag datt ég inná hárgreiðslustofukaffihús mjög skemmtileg hugmynd. Á meðan hádegismaturinn er borðaður er hægt að horfa á fólk í klippingu og greiðslu. Hárgreiðslukonnurnar skreppa þegar þarf til að bera fram kaffi eða samloku.
Fór í dag í viðtal í dönskuskóla sem ég stefni á að fara í. Þar er danska kennd samkvæmt bandarískum hernaðarkennslu aðferðum, ég er ekki að grínast... algjör heragi, tvö próf í hverjum tíma og ef maður nær ekki þremur prófum á námskeiði þarf maður að byrja uppá nýtt. Ég kemst ekki að fyrr en 1. nóvember þannig að ég ætla að herða upp hugann þangað til. Sé svo bara til hvort þetta fyrirkomulag hentar mér.
Á meðan ég beið eftir að viðtalið byrjaði fann ég enn eitt frábært kaffihús. Í nokkrar vikur hitti ég bara á ömurlegar búllur en núna á ég allt í einu nokkur uppáhaldskaffihús.
Fór í dag í viðtal í dönskuskóla sem ég stefni á að fara í. Þar er danska kennd samkvæmt bandarískum hernaðarkennslu aðferðum, ég er ekki að grínast... algjör heragi, tvö próf í hverjum tíma og ef maður nær ekki þremur prófum á námskeiði þarf maður að byrja uppá nýtt. Ég kemst ekki að fyrr en 1. nóvember þannig að ég ætla að herða upp hugann þangað til. Sé svo bara til hvort þetta fyrirkomulag hentar mér.
Á meðan ég beið eftir að viðtalið byrjaði fann ég enn eitt frábært kaffihús. Í nokkrar vikur hitti ég bara á ömurlegar búllur en núna á ég allt í einu nokkur uppáhaldskaffihús.
1 Ummæli:
Kaffihús eru æði!!!
kveðja,
Arnar Thor
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim