4.10.2005

Óðinsvé

Átti frábæra helgi hjá honum Arnari vini mínum í Óðinsvéum. Það var mikið spjallað, farið á röltið, bæði um götur bæjarinns og á milli ölstofa. Borðuðum góðan Tyrkneskan mat og frábæran túnfisksteik ala Arnar. Reyndar varð allt að veislu sem Arnar bar á borð.

Borgin sjálf varla meira en þorp en krútleg og hætekk. Þarna eru t.d. internet kassar útum allar götur þar sem hægt er að nálgast allar mögulegar upplýsingar um þorpið. Þaðan er líka hægt að senda í-meil en það er smá galli á þessum kössum sem eru með snerti skjá; maður hittir ekki endilega á þá stafi sem maður vill þannig að bréf sem ég reyndi að skrifa hljómaði einhvernvegin svona:

jjjiujhewnka

Þá ákvað ég bara að bíða þar til ég kæmi heim.

Sáum líka lúðrasveit í málarabúningum marsera um miðbæinn. Sá gíraffa, strúta og fleiri furðufugla úr fjarska þegar við gengum í gegnum skóginn.

Fór líka í fyrsta sinn í bíó hér á landi, sáum Charlie and the Chocolate Factory, alveg hreint frábær, ég er alveg ótrúlega ánægð með hana.

Er núna komin heim í hversdagsleikann og hann er alveg fínn líka.

3 Ummæli:

Blogger Arnar Thor sagði...

Takk fyrir heimsóknina. Hún var dejlig.

Sjáumst sem fyrst aftur.

kveðja,

Arnar Thor

11:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála þér um kvikmyndina, fannst hún alveg hreint út sagt frábær. Ég sá hana með eistneskum og rússneskum texta sem var líka skemmtilegt.

3:22 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Já já... bara brjálað stuð!!!
Myndin er alveg æði en svolítið ægileg fyrir fjögurra ára afmælisstelpu í bíói, í boði systur sinnar (sjö ára). If you know what I mean?
Annars geri ég mig bara skilmerkilegri á skypinu, þegar við hittumst þar... fljótlega vonandi.
Sakna þín

10:56 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim