25.10.2005

Draumur

Dreymdi í morgun að ég væri að borða danskt rúgbrauð með látinni vinkonu. Áleggið sem var í boði var e-ð dökkt gumms og avacato sósa. Hún kunni greinilega á þessa blöndu og setti dökka gummsið í þykku lagi beint á brauðið og avacató sósuna þar ofaná, sem var græn og lífleg. Þar sem ég var ekki kunnug þessari matarsamsetningu gerði ég slíkt hið sama og var mjög einbeytt á meðan þar sem sósan lak niður með rúgbrauðinu. Þegar ég leit upp var vinkonan horfin og ég borðaði brauðið ein.
Stuttu seinna vaknaði ég þakklát fyrir þessa hljóðlátu stund með vinkonunni en á sama tíma með sorg og söknuð í hjarta. Úti var rigning og rok og því ljúft að snúa mér á hina hliðina og halda áfram að sofa um stund.
Hvað ætli draumaráðningabókin segi við þessum draum?

1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Mínar bækur segja að þú sért kærleiksrík vinkona og drauma-vinkonu þinni þótti vænt um þig.

10:20 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim